top of page
51529963087_6b5a147a7a_z.jpg

 Sunnudagur 29. maí  kl. 20:00  
HARPA - SILFURBERG

RUFUS WAINWRIGHT
Upphitun JOHN GRANT

Um viðburðinn

Söngvarinn og tónskáldið Rufus Wainwright er á leiðinni til Íslands og mun halda tónleika í Sifurbergi í Hörpu þann 29 maí 2022. John Grant mun hita upp.  

​

 

Rufus Wainwright

Rufus hefur gefið út tíu plötur af frumsömdu efni en hefur auk þess samið tvær klassíksar óperur og tekið þátt í fjölmörgum samstarfs verkefnum með öðrum listamönnum, samið kvikmyndatónlist og snarað sonettum Shakepears yfir í tónlist. Síðasta plata hans kom út 2020, Unfollow the rules, sem fékk Grammy tilnefningu sem besta popp plata ársins. 

​

Það er óhætt að segja að Rufus hafi átt viðburðaríka ævi, hann er sonur þekkts listafólks, fæddur í New York og líf hans þannig litað af listsköpun frá upphafi. Hann lærði snemma á píanó og gítar og ferðaðist um og hélt tónleika með Kate McGarrible, móður sinni, og Mörthu Wainwright, systur sinni, frá 13. ára aldri. Hann skar sig fljótt úr fjöldanum með einstökum tónlistarhæfileikum sínum og var aðeins 16 ára þegar hann byrjaði að fá tilnefningar til tónlistarverðlauna.  Rufus, sem oft þykir lágstemmdari en samtíða tónlistarmenn er gríðarlega virtur innan tónlistarbransans eins og samvinna með kanónum á borð við Elton John, David Byrne, Boy George, Joni Mitchell, Pet Shop Boys, Mark Ronson og Robbie Williams gefa til kynna. Rufus er giftur Jörn Weistbrodt og saman eiga þeir eina dóttir,  Viva Katherine, með vinkonu sinni Lorcu Cohen, dóttur Leonards Cohen. Rufus býr ásamt fjölskyldu sinni í Toronto, Kanada.

​

Vefsíða Rufus Wainsright: rufuswainwright.com

​

John Grant

John Grant þarf líklega ekki að kynna fyrir Íslendingum enda hefur hann tekið ástfóstri við Ísland og hefur haft búsetu hér á landi síðan 2013. Fyrsta plata hans, Queen of Denmark var valin plata ársins af hinu virta tímariti, Mojo og lög hans hafa setið á vinsældalistum úti um allan heim, ekki síst hér heima á Íslandi. 

John hefur unnið með fjölda af þekktum listamönnum, td Robbie Williams, Sinéad O´Connor, Kylie Minogue, Beth Orton og Elleni Kristjánsdóttursvo fáeinir séu nefndir.

Nýjasta plata hans kom út á þessu ári, Boy from Michigan, og hefur hún fengið mikið lof. 

​

Vefsíða John Grant: johngrantmusic.com

 

 

Tónleikarnir félagnna í Hörpu verða þeir fyrstu þar sem þessir mögnuðu listamann koma fram saman og það ríkir mikil tilhlökkun í herbúðum beggja listamanna sem hafa litið upp til hvors annars í mörg ár.  Það verður enginn verður svikinn af kvöldstund með þeim.

 

Rufus kemur fram ásamt gítarleikaranum Brian Green, sem hefur unnið með John Legend og Michael Bublé, og söngvaranum og píanóleikaranum Jacob Mann

 

Þetta verða tónleikar sem sameina þessa tvo stórkostlegu listamenn og enginn verður svikinn af kvöldstund með þeim.

All shows are 18+ to enter and 20+ to purchase alcohol.

No smoking inside. Please bring a valid form of ID.

bottom of page